Viðskipti innlent

Gengi Hamiðjunnar á hraðri uppleið

Maður við vinnu í Hampiðjunni en gengi bréfa í félaginu stökk upp um rúm átta prósent á markaði í dag.
Maður við vinnu í Hampiðjunni en gengi bréfa í félaginu stökk upp um rúm átta prósent á markaði í dag.

Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni rauk upp um 8,33 prósent í þremur viðskiptum í Kauphöllinni í dag, sem er langt umfram önnur félög sem skráð eru á markað hér á landi. Þá hækkaði gengi bréfa í Existu sömuleiðis um tæp 2,5 prósent en félagið skilaði betri afkomu á þriðja ársfjóðurngi en greiningardeildir bankanna höfðu reiknað með.

Gengi bréfa í SPRON lækkaði þriðja daginn í röð, nú um rétt rúm þrjú prósent og stendur gengi félagsins í 14,16 krónum á hlut.

Þá lækkaði gengi bréfa í 365 næstmest í dag, eða um 2,49 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,23 prósent og stendur í 8.135 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×