Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. Gengið stóð í 18,9 krónum á hlut við skráningu SPRON á markað á þriðjudag og hefur það því lækkað um fjórðung frá fyrstu viðskiptum.
Á sama tíma lækkaði gengi Existu um rúm 1,8 prósent en það er mesta lækkun dagsins.
Úrvalsvísitalan á sama tíma lækkað um 0,34 prósent og stendur hún í 8.108 stigum.