Viðskipti innlent

SPRON á uppleið en Icelandair niður

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað langmest í dag, annan daginn í röð.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað langmest í dag, annan daginn í röð. Mynd/E.Ól.

Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent.

Gengi SPRON stendur nú í 15,65 krónum á hlut samanborið við 18,90 krónur á fyrsta viðskiptadeginu á þriðjudag í síðustu viku.

Gengi Icelandair hefur á sama tíma fallið um rúm átta prósent og stendur það í 24,20 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma hækkað um 0,29 prósent en vísitalan stendur í 8.226 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×