Handbolti

Halldór Jóhann til Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Jóhann í leik með KA árið 2004.
Halldór Jóhann í leik með KA árið 2004. Mynd/Pjetur

Halldór Jóhann Sigfússon hefur samið við Fram til næstu þriggja ára eftir að hafa fengið sig lausan frá TuSEM Essen í Þýskalandi.

Hann hefur leikið með Essen undanfarin þrjú ár og farið með liðinu upp úr þriðju deildinni í þá efstu á tveimur árum. Á núverandi tímabili fékk hann hins vegar fá tækifæri með liðinu og var fyrir skemmstu sendur til æfinga með varaliði félagsins.

Halldór Jóhann fékk sig því lausan og hefur nú gengið til liðs við Fram. Hann er 29 ára og er uppalinn leikmaður hjá KA. Hann hefur þar að auki leikið með Friesenheim í þýsku 2. deildinni árin 2002-2004.

Hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari - árin 1997 og 2002 með KA. Hann varð markakóngur deildarinnar hér á landi árin 2004 og 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×