Erlent

Robert Murat yfirheyrður aftur

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Murat býður lögreglu velkomna til að leita aftur á heimili sínu.
Murat býður lögreglu velkomna til að leita aftur á heimili sínu. MYND/AFP

Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið.

Paulo Rebelo rannsóknarlögreglumaður sem er nýskipaður yfir rannsókn málsins vill nú endurskoða það allt frá upphafi. Heimildarmaður Sun innan raða rannsóknarlögreglumanna í málinu sagði Rebelo vera að skoða fjölda atriða sem ekki standast.

Lögmaður Murats sagði blaðinu að lögreglan hefði hvorki haft samband við hann né Murat. Hann sagði Murat fagna frekari yfirheyrslum eða leit á heimili sínu ef það mætti verða til að hreinsa nafn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×