Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin

Wilhelm Pettersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað mikið upp á síðkastið.
Wilhelm Pettersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað mikið upp á síðkastið.

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,39 prósent og stendur vísitalan í 8.002 stigum.

Þá styrktist gengi krónunnar um eitt prósent í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×