Viðskipti innlent

Krónan styrkist mikið á einum mánuði

Bresk pund hafa hækkað nokkuð gagnvart íslensku krónunni undanfarinn mánuð.
Bresk pund hafa hækkað nokkuð gagnvart íslensku krónunni undanfarinn mánuð.

Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur.

Evran kostaði tæplega 87 krónur og 70 aurar 1. október, samkvæmt miðgengi Seðlabankans, en var við lok dags í dag rúmlega 84 krónur og 90 aurar.

Sterlingspundið kostaði tæplega 125 krónur og 80 aura fyrir mánuði, en 122 og 20 aura í dag.

Gengi Bandaríkjadals hefur líka lækkað mikið gagnvart krónunni, var ríflega 61,6 fyrir mánuði, en tæplega 58 krónur og 80 aura í dag. Gengi svissneska frankans hefur lækkað um rúmar tvær krónur, var 52,8 fyrir mánuði en 50,6 í dag.

Á sama tíma hafa minni breytingar orðið á gengi dönsku krónunnar og japanska jensins gagnvart íslensku krónunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×