Fótbolti

Hrottaleg tækling til skoðunar hjá UEFA (myndband)

Það var eðlilega heitt í kolunum eftir árás Binya á Brown. Hér má sjá dómara leiksins sýna Binya rauða spjaldið
Það var eðlilega heitt í kolunum eftir árás Binya á Brown. Hér má sjá dómara leiksins sýna Binya rauða spjaldið NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það muni rannsaka betur tæklinguna hrottalegu sem átti sér stað í leik Celtic og Benfica á Celtic Park í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Augustin Binya hjá Benfica fékk að líta beint rautt spjald fyrir glórulausa árás sína á Scott Brown hjá Celtic, en sá síðarnefndi var borinn meiddur af velli og þykir góður að sleppa óbrotinn frá árásinni.

Smelltu hér til að sjá myndband af tæklingunni í gær.

Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar UEFA þann 15. nóvember, en vel má vera að Binya fái harða refsingu úr því að hann fékk að líta beint rautt spjald.

"Þetta var tækling sem ógnaði ferli Brown og hann má þakka fyrr að hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Maðurinn var aldrei að leita að boltanum þegar hann óð í hann," sagði Roy Aitken, aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota - sem þarf líklega að vera án Brown í mikilvægum landsleik Skota gegn Ítölum í næstu viku fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×