Handbolti

Einar skoraði sex fyrir Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marcin Lijewski fagnar sigri Flensburg í kvöld ásamt syni sínum og íslenskum liðsfélögum sínum, Einari Hólmgeirssyni og Alexander Peterssyni.
Marcin Lijewski fagnar sigri Flensburg í kvöld ásamt syni sínum og íslenskum liðsfélögum sínum, Einari Hólmgeirssyni og Alexander Peterssyni. Nordic Photos / Bongarts

Flensburg vann í kvöld sautján marka sigur á Wetzlar, 37-20, og Lemgo vann Balingen, 30-28.

Einar Hólmgeirsson spilaði með Flensburg í kvöld og skoraði sex mörk en hann meiddist í leik Flensburg og Ciudad Real í Meistaradeild Evrópu í september síðastliðnum. Hann hefur þó jafnað sig fljótt og vel.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg.

Þá vann Lemgo sigur á Balingen en Logi Geirsson á við meiðsli að stríða og var ekki í leikmannahópi Lemgo í kvöld.

Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar, er með nítján stig rétt eins og Hamburg og Nordhorn. Kiel er á toppnum með 20 stig en öll þessi lið hafa leikið tólf leiki, nema Hamburg sem hefur leikið ellefu.

Lemgo kemur svo næst í fimmta sæti með fjórtán stig, rétt eins og Melsungen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×