Íslenski boltinn

KR kynnir nýja leikmenn

Logi Ólafsson og félagar i KR fengu til sín nýja leikmenn í dag.
Logi Ólafsson og félagar i KR fengu til sín nýja leikmenn í dag. Mynd/Rósa

Það var mikið að gera í herbúðum KR í hádeginu þar sem félagið samdi við þrjá nýja leikmenn og framlengdi samninga við fjóra til viðbótar.

Eins og áður hefur komið fram hefur KR náð samningum við þá Guðjón Baldvinsson sem kom frá Stjörnunni, Grétar Sigfinn Sigurðarson úr Víkingi og Gunnar Örn Jónsson frá Breiðablik. Guðjón gerði fimm ára samning við KR en hinir tveir eru samningsbundnir næstu fjögur ár.

Þá framlengdi félagið samninga þeirra Björgólfs Takefusa, Stefáns Loga Magnússonar, Guðmundar Gunnarssonar og Stefáns Magnússonar.

Logi Ólafsson mun þjálfa liðið áfram eins og fram hefur komið og honum til aðstoðar verður Sigursteinn Gíslason. Þá mun Þormóður Egilsson einnig koma eitthvað að æfingum KR liðsins og akademíu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×