Handbolti

Öruggt hjá Ciudad Real

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur með Ciudad Real gegn Flensburg.
Ólafur með Ciudad Real gegn Flensburg. Mynd/Vilhelm

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad unnu í kvöld sautján marka sigur á Zagliebie Lubin í Póllandi, 37-20.

Ólafur skoraði níu mörk í leiknum, þar af fjögur í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 19-9.

Með sigrinum er Ciudad Real endanlega búið að gulltryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðið trónir á toppi G-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×