Handbolti

Ragnar tapaði fyrir gömlu félögunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar í leik með Ivry á síðasta tímabili.
Ragnar í leik með Ivry á síðasta tímabili. Nordic Photos / AFP

Ragnar Óskarsson var markahæstur hjá USAM Nimes sem tapaði í gær fyrir Ivry, gamla félagi Ragnars, í frönsku úrvalsdeildinni.

Ragnar fór frá Ivry til Nimes nú í sumar. Hann skoraði átta mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítum, og var langmarkahæstur sinna manna.

Ivry er í öðru sæti deildarinnar með tólf stig eftir átta leiki. USAM Nimes er í 4.-6. sæti með átta stig eftir jafn marga leiki.

Ragnar er sem fyrr markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar með 75 mörk. Alexander Buchmann, leikmaður Ivry, kemur næstur með 73 mörk en hann hefur leikið einum leik meira en Ragnar. Þeir tveir eru í algjörum sérflokki í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×