Fótbolti

Gullit sagður hafa tekið við LA Galaxy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud Gullit hefur væntanlega lítinn tíma fyrir golfið næstu mánuðina.
Ruud Gullit hefur væntanlega lítinn tíma fyrir golfið næstu mánuðina. Nordic Photos / Getty Images

Hollenska fréttastofan NOS segir að Ruud Gullit sé búinn að ganga frá þriggja ára samningi við LA Galaxy um að taka að sér knattspyrnustjórn liðsins.

Félagið sjálft á enn eftir að staðfesta fréttirnar en Frank Yallop var sagt upp störfum fyrir skemmstu.

Jürgen Klinsmann var einnig orðaður við starfið.

Gullit starfaði síðast hjá Feyenoord en fór þaðan árið 2005. Hann hefur áður stýrt Chelsea og Newcastle í Englandi.

Eins og flestir vita leikur David Beckham með LA Galaxy. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×