Fótbolti

Dunga í fjögurra leikja vinnáttulandsleikjabann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dunga fær ekki að stjórna næstum fjórum vináttulandsleikjum Brasilíu.
Dunga fær ekki að stjórna næstum fjórum vináttulandsleikjum Brasilíu. Nordic Photos / Getty Images

Aganefnd brasilíska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað að landsliðsþjálfarinn Dunga fái ekki að stýra landsliðinu í næstu fjórum vináttulandsleikjum þess.

Dunga var rekinn af velli í 3-1 sigri Brasilíu á Mexíkó í vináttulandsleik fyrir skemmstu.

„Bannið á ekki við um undankeppni HM, bara vináttuleiki,“ sagði talsmaður brasilíska knattspyrnusambandsins.

Aganefndin úrskurðaði þó að ef Dunga brýtur ekki frekar af sér þarf hann aðeins að sitja af sér tveggja leikja bann.

Næsti vináttuleikur Brasilíu er gegn Írum á Írlandi þann 6. febrúar næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×