Handbolti

Heiðmar með átta mörk

Heiðmar er hér hægra megin en til vinstri er Robertas Pauzolis, fyrrum leikmaður Hauka, en hann skoraði þrjú mörk í kvöld.
Heiðmar er hér hægra megin en til vinstri er Robertas Pauzolis, fyrrum leikmaður Hauka, en hann skoraði þrjú mörk í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Þrír leikir fóru fram í efstu tveimur deildunum í þýska handboltanum í dag. Heiðmar Felixson skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld þegar liðið gerði jafntefli, 29-29, við Altenholz í 1. deildinni.

Elías Már Halldórsson skoraði þrjú mörk fyrir Empor Rostock sem tapaði fyrir LHC Cottbus, 33-30, í sömu deild.

Í úrvalsdeildinni vann Minden sigur á Melsungen, 33-30. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Minden.

Hannover-Burgdorf er í fimmta sæti norðurriðils 1. deildarinnar með ellefu stig eftir jafn marga leiki.

Empor Rostock er í sjötta sæti með tíu stig eftir ellefu leiki.

Minden er í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×