Fótbolti

Beckham fær enga sérmeðferð

Ruud Gullit
Ruud Gullit NordicPhotos/GettyImages

Ruud Gullit, nýráðinn þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum, segist ekki ætla að veita ofurstjörnunni David Beckham neina sérmeðferð eftir að hann tók við liðinu.

Gullit segir Beckham vissuelga gegna mikilvægu hlutverki hjá liðinu, en Englendingurinn náði sér ekki sérlega vel á strik vegna meiðsla í sinni fyrstu leiktíð með liðinu.

"David er mjög vel þekktur leikmaður og ég þekki hann sjálfur. En þegar hann er á vellinum þarf hann að gera nákvæmlega það sama og aðrir leikmenn. Ég mun reyna að nýta reynslu hans sem leikmanns og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég samþykkti að koma hingað. Það er mikilvægt að hafa leikmann í liðinu sem skilur leikinn mjög vel. Hann verður samt sem áður meðhöndlaður alveg eins og allir aðrir í liðinu," sagði Gullit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×