Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 14:26 Ívar Ingimarsson í sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli, gegn Lettum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum." Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum."
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira