Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 10:30 Birgir Leifur Hafþórsson stendur í ströngu þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson gaf aðeins eftir í baráttunni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en stendur engu að síður vel að vígi eftir þrjá keppnisdaga. Hann lék á 73 höggum í dag, einu yfir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari fyrir fjórða keppnisdaginn á morgun. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann var í kringum 20.-35. sæti þegar hann lauk keppni í dag en það kemur endanlega í ljós þegar allir hafa lokið keppni í hvaða sæti hann verður þegar keppni hefst á morgun. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni, eins og í gær, en hann keppti á eldri vellinum í fyrradag. Í dag hóf hann hins vegar leik á 10. braut. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 10.30 Birgir Leifur hefur lokið við fimm holur í dag þegar þetta er ritað. Hann byrjaði illa í dag og fékk skramba á annarri holu eftir að hafa fengið par á þeirri fyrstu. Hann þurfti að taka víti á annari braut eftir slæmt teighögg og lenti svo í sandgryfju. Hann var kominn inn á flöt í fimm höggum og tvípúttaði. Birgir Leifur bætti þó að hluta til fyrir mistökin með því að ná fugli á þriðju braut. Síðan hefur hann fengið tvö pör í röð. 10.55 Átti séns á fugli en tryggði þess í stað öruggt par á fimmtándu holu. Hann er í 22.-34. sæti sem stendur. 11.13 Frábær fugl hjá Birgi Leifi á sextándu holu sem er par fimm. Hann púttaði fyrir erni en tryggði öruggan fugl. Þar með er hann kominn á parið og er í kringum 12.-22. sætið. 11.28 Annar fugl í röð hjá Birgi Leifi. Frábær árangur hjá honum en hann náði fugli á sautjándu holu sem er par þrjú. 11.40 Þetta hefur verið skrautlegt hjá Birgi Leifi til þessa í dag en hann kemur inn á pari eftir að hafa fengið skolla á átjándu holu. Nú á hann fyrri níu eftir. Hann er sem stendur í 15.-21. sæti. 12.03 Birgir Leifur byrjaði ekki vel á fyrstu brautinni. Hann fékk skolla en hann lenti í sandgryfju eftir annað höggið sitt og þurfti svo að tvípútta. Annar skollinn í röð eftir tvo fugla í röð. Þessar sömu holur spilaði hann í gær á einu yfir pari, eftir einn skolla og átta pör. 12.18 Jæja, áfram heldur þetta hjá Birgi Leifi. Hann nældi sér í góðan fugl á 2. braut, þar sem hann fékk örninn í gær. Hann púttaði reyndar fyrir erni í dag líka en tryggði þess í stað fuglinn. Þetta er fimmta holan í röð sem hann spilar ekki á pari. 12.34 Þá kom loksins parið á þriðju braut. Birgir Leifur lenti að vísu í sandgryfju en bjargaði parinu engu að síður vel. Hann er í 17.-22. sæti sem stendur. 12.57 Öruggt par á fjórðu braut. 13.19 Slæmur skolli á fimmtu braut. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en endaði svo með því að þrípútta heldur klaufalega. 13.29 Birgir Leifur fékk par á 6. holu þar sem hann fékk fugl í gær. Hann er nú í 19. sæti ásamt öðrum kylfingum. 13.52 Fékk aftur par eftir að hafa rétt misst af fugli á sjöundu holu. 14.17 Gott par á næstsíðustu holunni í dag. 14.29 Birgir Leifur lauk keppni á 73 höggum í dag eftir að hann náði pari á síðustu holunni. Endaði ágætlega í dag og á hann enn góðan möguleika á því að komast áfram. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Þriðji keppnisdagur: einn yfir pari 10. braut: Par 4 (341 metri) - 4 högg (par) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 7 högg (skrambi) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 3 högg (fugl) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 4 högg (fugl) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 2 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: (Par 36) 36 högg (á pari) 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 4 högg (fugl) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 5 högg (skolli) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 4 högg (par) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 5 högg (par) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 37 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Samtals: tveir undir pari Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson gaf aðeins eftir í baráttunni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en stendur engu að síður vel að vígi eftir þrjá keppnisdaga. Hann lék á 73 höggum í dag, einu yfir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari fyrir fjórða keppnisdaginn á morgun. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann var í kringum 20.-35. sæti þegar hann lauk keppni í dag en það kemur endanlega í ljós þegar allir hafa lokið keppni í hvaða sæti hann verður þegar keppni hefst á morgun. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni, eins og í gær, en hann keppti á eldri vellinum í fyrradag. Í dag hóf hann hins vegar leik á 10. braut. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 10.30 Birgir Leifur hefur lokið við fimm holur í dag þegar þetta er ritað. Hann byrjaði illa í dag og fékk skramba á annarri holu eftir að hafa fengið par á þeirri fyrstu. Hann þurfti að taka víti á annari braut eftir slæmt teighögg og lenti svo í sandgryfju. Hann var kominn inn á flöt í fimm höggum og tvípúttaði. Birgir Leifur bætti þó að hluta til fyrir mistökin með því að ná fugli á þriðju braut. Síðan hefur hann fengið tvö pör í röð. 10.55 Átti séns á fugli en tryggði þess í stað öruggt par á fimmtándu holu. Hann er í 22.-34. sæti sem stendur. 11.13 Frábær fugl hjá Birgi Leifi á sextándu holu sem er par fimm. Hann púttaði fyrir erni en tryggði öruggan fugl. Þar með er hann kominn á parið og er í kringum 12.-22. sætið. 11.28 Annar fugl í röð hjá Birgi Leifi. Frábær árangur hjá honum en hann náði fugli á sautjándu holu sem er par þrjú. 11.40 Þetta hefur verið skrautlegt hjá Birgi Leifi til þessa í dag en hann kemur inn á pari eftir að hafa fengið skolla á átjándu holu. Nú á hann fyrri níu eftir. Hann er sem stendur í 15.-21. sæti. 12.03 Birgir Leifur byrjaði ekki vel á fyrstu brautinni. Hann fékk skolla en hann lenti í sandgryfju eftir annað höggið sitt og þurfti svo að tvípútta. Annar skollinn í röð eftir tvo fugla í röð. Þessar sömu holur spilaði hann í gær á einu yfir pari, eftir einn skolla og átta pör. 12.18 Jæja, áfram heldur þetta hjá Birgi Leifi. Hann nældi sér í góðan fugl á 2. braut, þar sem hann fékk örninn í gær. Hann púttaði reyndar fyrir erni í dag líka en tryggði þess í stað fuglinn. Þetta er fimmta holan í röð sem hann spilar ekki á pari. 12.34 Þá kom loksins parið á þriðju braut. Birgir Leifur lenti að vísu í sandgryfju en bjargaði parinu engu að síður vel. Hann er í 17.-22. sæti sem stendur. 12.57 Öruggt par á fjórðu braut. 13.19 Slæmur skolli á fimmtu braut. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en endaði svo með því að þrípútta heldur klaufalega. 13.29 Birgir Leifur fékk par á 6. holu þar sem hann fékk fugl í gær. Hann er nú í 19. sæti ásamt öðrum kylfingum. 13.52 Fékk aftur par eftir að hafa rétt misst af fugli á sjöundu holu. 14.17 Gott par á næstsíðustu holunni í dag. 14.29 Birgir Leifur lauk keppni á 73 höggum í dag eftir að hann náði pari á síðustu holunni. Endaði ágætlega í dag og á hann enn góðan möguleika á því að komast áfram. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Þriðji keppnisdagur: einn yfir pari 10. braut: Par 4 (341 metri) - 4 högg (par) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 7 högg (skrambi) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 3 högg (fugl) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 4 högg (fugl) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 2 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: (Par 36) 36 högg (á pari) 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 4 högg (fugl) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 5 högg (skolli) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 4 högg (par) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 5 högg (par) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 37 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Samtals: tveir undir pari Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira