Golf

Birgir Leifur í skýjunum

NordicPhotos/GettyImages

Birgir Leifur Hafþórsson var að vonum ánægður með frammistöðu sína á úrtökumótinu á San Roque á Spáni í dag þar em hann tryggði sér þáttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári með því að hafna í 11.-15. sæti á mótinu. Hann lauk keppni á fimm höggum undir pari.

 „Þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Búinn að spila 10 hringi á 13 dögum og það tekur svolítið á taugarnar. Ég er afar stoltur að hafa náð að tryggja mér sæti á Evrópumótaröðinni á ný. Nú fer maður að  plana næstu mót og ég hugsa að ég byrji á mótum í Suður-Afríku eftir þrjár vikur,“Birgir Leifur í samtali við kylfing.is í dag.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Birgi Leif á kylfingi.is og það sem fram fór á síðustu holunum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×