Viðskipti erlent

Hneyksli skekur Ericsson

Carl-Henric Svanberg, forstjóri Ericson.
Carl-Henric Svanberg, forstjóri Ericson. Mynd/AFP

Hlutabréf í sænska símafyrirtækinu Ericsson hefur fallið um 5,13 prósent kauphöllinni í Stokkhólmi í dag í kjölfar afkomuviðvörunar og hneykslismáls sem fjallað er um í sænskum fjölmiðlum.

Fram kemur í frétt sænska ríkisútvarpsins í dag að fyrirtækið hafi greitt alsírskum auðmanni 20 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmra 191 milljónar íslenskra króna, undir borðið til að tryggja sér samning og að 12 milljónir hafi runnið til fyrrverandi ráðherra í Óman, fyrir nokkrum árum.

Féð hafi verið greitt inn á bankareikninga í Sviss.

Ericsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið en það féll um þrjátíu prósent í kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð í kjölfar þess að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun vegna minni hagnaðar en reiknað var með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×