Viðskipti innlent

Fall hjá FL Group

Hannes Smárason, forstóri FL Group, en gengi félagsins féll um rúm 5,5 prósent í dag.
Hannes Smárason, forstóri FL Group, en gengi félagsins féll um rúm 5,5 prósent í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Gengi Alfesca, sem skilaði uppgjöri yfir væntingum fyrir síðasta ársfjórðung, hækkaði á sama tíma um rúm tvö prósent. Á eftir fylgdu bréf í Icelandair og Össur, sem hækkaði um hálft prósentustig.

Þetta er svipuð þróun og á öðrum hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði hins vegar um 2,44 prósent sem er ívið meira en annars staðar. Hún stendur nú í 6.675 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×