Erlent

Dýr myndi hænan öll

Óli Tynes skrifar
Rothcild eggið eftir Fabergé.
Rothcild eggið eftir Fabergé.

Egg eftir rússneska skartgripahönnuðinn Peter Carl Fabergé verður selt á uppboði í Lundúnum í dag.

Gert ráð fyrir að það seljist á yfir 1200 milljónir króna. Það verður þá dýrasta listaverk Rússlands frá upphafi vega.

Fabergé gerði sitt fyrsta egg árið 1885. Alls urðu þau 68. Af þeim fóru aðeins tólf til einkaaðila, rússneska keisarafjölskyldan pantaði hin öll.

Eggið sem verður selt í Lundúnum í dag er frá árinu 1902. Það gengur undir nafninu Rothschild eggið. Það var gert fyrir Beatrice Ephrussi de Rothchild og hefur verið í fjölskyldunni í öll þessi ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×