Viðskipti innlent

Atlantic Airways einkavætt

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.

Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kaupþing sá um söluna en hún er liður í einkavæðingarferli sem staðið hefur yfir í Færeyjum upp á síðkastið. Á meðal annarra fyrirtækja sem seld hafa verið eru Föroya banki.

Stór hluti starfsmanna fyrirtækisins keyptu hluti fyrir 5,5 milljónir danskra króna fyrir 261 danska krónu á hlut.

Salan fór fram á tímabilinu 19.. til 27. nóvember síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×