Fótbolti

Kristján Örn þarf að fara í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn fagnar norska meistaratitlinum í haust.
Kristján Örn fagnar norska meistaratitlinum í haust.

Kristján Örn Sigurðsson er með brotið bein í augntóftinni eftir samstuð við Grétar Rafn Steinsson í landsleik Íslands og Danmerkur í síðustu viku.

Þetta staðfesti læknir Brann-liðsins í Noregi þar sem Kristján Örn er á mála í samtali við heimasíðu félagsins.

„Við ákváðum að senda hann til augnlæknis þar sem við grunuðum að skaðinn væri meiri en við töldum í fyrstu. Þar fengum við staðfest að hann er með brotið bein í augntóftinni," sagði Ola Jøsendal.

Hann missir án nokkurs vafa af næstu leikjum Brann í UEFA-bikarkeppninni en liðið mætir Dinamo Zagreb á heimavelli sínum í kvöld. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.

Jøsendal segir að hann sjái enn tvöfalt en hafi það að öðru leyti gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×