Orlando vinnur enn á útivelli 3. desember 2007 09:26 Rashard Lewis hjá Orlando sækir hér að Kobe Bryant í leiknum í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira