Körfubolti

Boozer og Howard bestir í nóvember

Howard og Boozer þóttu skara framúr í nóvember
Howard og Boozer þóttu skara framúr í nóvember NordicPhotos/GettyImages

Carlos Boozer hjá Utah Jazz og Dwight Howard hjá Orlando Magic hafa verið útnefndir leikmenn nóvembermánaðar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA.

Howard fór fyrir liði Orlando sem vann 14 af 18 leikjum sínum í nóvember. Hann skoraði 23,8 stig að meðaltali í leik, hirti 15 fráköst (best í deildinni) og nýtti tæplega 62% skota sinna. Hann náði 15 tvennum (yfir 10 stig og 10 fráköst) í þessum 18 leikjum sem var besti árangurinn í deildinni.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmenn mánaðarins í Austurdeildinni voru Kevin Garnett og Paul Pierce hjá Boston, LeBron James hjá Cleveland, Richard Jefferson hjá New Jersey og Tayshaun Prince hjá Detroit.

Carlos Boozer var þriðji stigahæsti og áttundi frákastahæsti leikmaður deildarinnar í nóvember með. Boozer skoraði 25,4 stig í leik og hirti 11,2 fráköst. Hann nýtti 57,7% skota sinna og fór fyrir Utah sem vann 12 af 17 leikjum sínum í nóvember.

Aðrir leikmenn sem fengu atkvæði sem leikmenn mánaðarins í Vesturdeildinni voru Tracy McGrady hjá Houston, Steve Nash hjá Phoenix, Tony Parker hjá San Antonio og Chris Kaman hjá LA Clippers.

Þá voru Gregg Popovich hjá San Antonio og Doc Rivers hjá Boston kjörnir þjálfarar mánaðarins í NBA og þeir Al Horford (Atlanta) og Kevin Durant (Seattle) kjörnir nýliðar mánaðarins í Austur- og Vesturdeild.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×