Innlent

Íslenskir MS sjúklingar fá ekki nauðsynlegt lyf

Sextíu MS-sjúklingar fá ekki nýtt lyf sem kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og getur hægt á framgangi sjúkdómsins. Lyfið hefur ekki enn verið sett í dreifingu.

Um 330 MS sjúklingar eru á Íslandi og áætlað er að 60 manns bíði nú eftir lyfinu Tysabri sem kom á íslenskan markað í ágúst. Lyfið er S-merkt og einungis Landspítalinn getur komið því í dreifingu. Það er dýrt og kostar um tvær komma sjö milljónir fyrir einn einstakling á ári. Landspítalinn hefur ekki haft fjármagn til að kaupa lyfið vegna bágrar fjárhagsstöðu. Lyfið Tysabri dregur verulega úr virkni MS sjúkdómsins og hefur borið góðan árangur erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×