Innlent

Sumar vélar verða vopnaðar en aðrar ekki

Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra. MYND/Pjetur

Mismunandi er hvort þær þjóðir sem hér munu halda uppi loftfrýmiseftirliti hafi herþotur sínar vopnaðar við eftirlit. Þetta kom fram í svari Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar. Vopnaæfingar verða ekki heimilaðar hér á landi.

Steingrímur spurði hvort erlendar orustuflugvélar, sem ríkisstjórnin hyggst fá hingað til svokallaðs loftrýmiseftirlits eða æfinga, munu bera vopn, hverskonar vopn yrði um að ræða og hvort leyfa ætti vopnaæfingar hér á landi.

Ingibjörg Sólrún sagði fyrirséð að flugvélarnar verði venjulega ekki vopnaðar í eftirliti sínu. Hún sagði að ráðstafanir verði gerðar til þess að hægt verði að geyma vopnin hér á landi á meðan á eftirlitinu stendur, en að vélarnar flytji vopnin hingað sjálfar.

Að sögn Ingibjargar er mismunandi hvernig þær þjóðir sem hingað koma til eftirlits hagi eftirliti sínu. Bandaríkjamenn stundi eftirlit af þessu tagi ávallt með óvopnuðum þotum en að þjóðir á borð við Breta og Frakka, sem boðað hafa komu sína hingað, fljúgi venjulega vopnaðar.

Fyrir liggur að það verða Frakkar sem ríða munu á vaðið en þeir eru væntanlegir hingað í vor á Mirage 2000 þotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×