Viðskipti innlent

Föroya banki undir útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Föroya banka hefur lækkað um 1,58 prósent frá upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur nú í 187 krónum á hlut sem er tveimur krónum undir útboðsgengi með bréf í bankanum 21. júní síðastliðinn.

Föroya banki hefur lækkað mest það sem af er dags en gengi bréfa hjá kollegum Færeyinganna í Eik banka hefur á sama tíma hækkað mest, um 0,76 prósent.

Önnur félög sem hafa hækkað í dag eru: Bakkavör, Össur, Exista, Glitnir, SPRON og Kaupþing.

Önnur félög sem hafa lækkað eru: Straumur, FL Group og Landsbankinn.

Gengi hlutabréfa hefur bæði hækkað og lækkað í fyrstu viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Viðskipti voru hins vegar harla fá, eða sextán um tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir viðskiptadaginn. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,01 prósent og stendur því næsta óbreytt frá því á föstudag, eða í 6.432 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×