Viðskipti innlent

Kaupþing hækkar um þrjú prósent

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en gengi bréfa í bankanum hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en gengi bréfa í bankanum hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/Vilhelm

Gengi bréfa í Kaupþingi rauk upp um rúm þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og leiðir bankinn hækkun Úrvalsvísitölunnar. Á eftir fylgja Exista, sem hefur hækkað um rúm 2,3 prósent, og fleiri bankar og fjárfestingafélög. Einungis gengi bréfa í FL Group hefur haldið áfram að lækka.

Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 0,33 prósent það sem af er dagsins og stendur það í 15,3 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,96 prósent og stendur hún í 6.533 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×