Innlent

Kalli Bjarni í Héraðsdómi: Ég var burðardýr

Andri Ólafsson skrifar
Kalli Bjarni
Kalli Bjarni

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson mætti fyrir dómara í morgun og hlýddi á ákærur ríkissaksóknara á hendur honum sem þingfestar voru í Héraðsdómi Reykjaness.

Kalla Bjarna er gefið að sök að hafa í byrjun júní reynt að smygla til landsins tæpum tveimur kílóum af kókaíni í gegn um Leifsstöð. Kalli var að koma frá Frankfurt þegar hann var gripinn af tollvörðum.

Hann játaði sök í morgun þegar dómari innti hann eftir afstöðu sinni til sakarefnisins. Tók það þó fram að han hefði aðeins verið handbendi annara manna sem raunverulega hafi staðið að innflutningnum. Kalli Bjarni sagðist aðeins hafa verið burðardýr.

Aðalmeðferð málsins verður ákveðin síðar en þar mun Kalli vera spurður ítarlega af saksóknara, Kolbrúnu Sævarsdóttur, út í tildrög þess að hann féllst á að flytja efnin til landsins.

Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Kalla Bjarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×