Viðskipti innlent

Exista leiddi hækkanahrinu

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, sem eru stærstu hluthafar Existu og Kaupþings. Gengi bréfa í öllum félögum þeirra hækkaði í dag.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, sem eru stærstu hluthafar Existu og Kaupþings. Gengi bréfa í öllum félögum þeirra hækkaði í dag.

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,24 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur í 23,35 krónum á hlut. Þetta var mesta hækkunin í Kauphöllinni en svipuðu máli gegndi um öll hin fjárfestingafélögin og bankana en gengi þeirra hækkað á bilinu 0,65 prósent til 3,94 prósenta, mest í Kaupþingi.

Mesta lækkun dagsins var á gengi bréfa í Icelandair, sem fór niður um 0,91 prósent. Þá lækkaði gengi Atorku og allra færeysku félaganna sem skráð eru í kauphöllina. Þar á meðal er nýliðinn, færeyska flugfélagið Atlantic Airways, en gengi félagsins lækkaði um 0,65 prósent á þessum fyrsta degi með viðskipti bréfanna í Kauphöllinni.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,75 prósent og stendur vísitalan í 6.583 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×