Viðskipti innlent

Bakkabræður á þeytingi í Kauphöllinni

Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Gengi hlutabréfa í fyrirtækjum þeirra bræðra hefur sveiflast upp og niður síðastliðna tvo viðskiptadaga.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Gengi hlutabréfa í fyrirtækjum þeirra bræðra hefur sveiflast upp og niður síðastliðna tvo viðskiptadaga.

Gengi hlutabréfa í Existu hefur lækkað um 1,93 prósent í Kauphöllinni eftir að viðskiptadagurinn hófst í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins og í öfugu hlutfalli við þróunina í gær þegar gengið hækkaði mest allra skráðra félaga, eða um 4,24 prósent. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eiga stærstan hluta í Existu.

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjárfestingafélögum hefur sömuleiðis lækkað í dag, þar á meðal gengi bréfa í Kaupþingi, en þar er Exista á meðal stærstu hluthafa.

Ekkert skráð félag hefur hækkað í Kauphöllinni það sem af er dags.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,78 prósent eftir sprett upp á við í gær en vísitalan stendur í 6.532 stigum. Hún hefur einungis hækkað um 1,9 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×