Erlent

Hringir Satrúnusar eldri en áður var talið

Hringirnir í kringum plánetuna Satrúnus eru sennilega mun eldri en áður var talið.

Ný gögn frá geimfarinu Cassini sýna að hringirnir séu að minnsta kosti þriggja milljarða ára gamlir og líklegt að þeir muni halda sér um langt skeið.

Áður var talið að hringirnir hefðu myndast fyrir um 100 milljónum ára þegar stórt tungl á braut um Satrúnus splundraðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×