Erlent

Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum

Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina.

Átta tennur úr mammútum, sem eru 35.000 ára gamlar eru með loftsteinbrot í sér. Um er að ræða brot sem eru 2-3 millimetrar að stærð. Höfuðkúpa af vísundi frá sama tíma er einnig með svipuð loftsteinbrot föst í beinunum.

Gögn þessi voru til umræðu á vísindaráðstefnu í San Fransico nýlega. Þau eru talin sýna að loftsteinn eða loftsteinar hafi sprungið í loft upp skömmu eftir að þeir komu inn í andrúmsloft jarðar og að það hafi valdið umtalsverðum dýradauða í Norður-Ameríku.

Brotin eru segulmögnuð og með hátt hlutfall af nikkel og titanium. Því er ólíklegt að þau hafi myndast á jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×