Viðskipti innlent

Færeyingar á báðum pólunum

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en bréf félagsins eru þau einu sem hafa hækkað í verði í Kauphöll Íslands í dag.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en bréf félagsins eru þau einu sem hafa hækkað í verði í Kauphöll Íslands í dag.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 0,11 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina félagið sem hefur hækkað enn sem komið er. Landar þeirra í Föroya banka hafa á sama tíma þurft að horfa upp á gengi bréfa í bankanum lækka mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 1,6 prósent.

Litlar hreyfingar hafa enn sem komið er verið í Kauphöllinni en gengi allra fjármálafyrirtækjanna, að FL Group undanskildu, hefur lækkað.

Þá stendur gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways óbreytt eftir lækkun í þá tvo daga sem viðskipti hafa staðið yfir með bréf í félaginu í Kauphöllinni.

Úrvalsvísitalan hefur að sama skapi lækkað um 0,9 prósent en hún stendur nú í 6.530 stigum.

Þróunin svipar til hræringa á erlendum hlutabréfamörkuðum um þessar mundir en markaðir standa víðast hvar á rauðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×