Lífið

Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum

Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda.

Tilnefningarnar voru tilkynntar í gær en sjálf verðlaunin hafa oft gefið góðar vísbendingar um hverjir hljóti Óskarsverðlaunin það árið

Atonement, sem byggð er á bók Ian McEwan um sundrað ástarsamband, skartar þeim Keiru Knightley og James McAvoy í aðalhlutverkum. Hún er meðal annars tilnefnd sem besta dramatíska myndin og Keira og James eru bæði tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki. Af öðrum myndum sem hlutu tilnefningar í flokki bestu kvikmynda má nefna American Gangster, Eastern Promises og No Country for Old Men sem þeir Cohen bræður Ethan og Joel leikstýra í sameiningu.

Næstflestar tilnefningar hlaut mynd Mike Nichols, Charlie Wilsons War eða fimm talsins en hún fjallar um bandarískan öldungarþingmann á tímum kalda stríðsins. Það eru samtök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að Golden Globe. Sjálf verðlaunaathöfnin verður þann 13. janúar á næsta ári. Þegar er vitað um einn verðlaunahafa því ákveðið hefur verið að Steven Spielberg hljóti Cecil B. De Mill verðlaunin að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×