Viðskipti innlent

Bréf Atlantic Airways taka loksins flugið

Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, undir lok fyrsta viðskiptadags með bréf í flugfélaginu á mánudag.
Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, undir lok fyrsta viðskiptadags með bréf í flugfélaginu á mánudag. Mynd/Vilhelm

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hækkaði um 0,59 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn sem hluthafar sjá hækkun á gengi þess síðan viðskipti hófust með bréfin hér á landi á mánudag. Það er nú 2,1 prósenti undir upphafsgengi.

Gengi færeyska bankans Föroya banka lækkaði á sama tíma um 2,73 prósent. Þetta er annar dagurinn í röð sem dregur úr markaðsverðmæti bankans. Landar Færeyinganna hjá olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mesta skráðra félaga, eða um 3,1 prósent.

Að öðru leyti var þróunin í Kauphöllinni með svipuðu móti og í Evrópu í dag en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð.

Mest hækkaði hins vegar gengi bréfa í Alfesca, eða um 1,18 prósent. Gengi bréfa í Eik banka, Century Aluminum og 365 hækkaði sömuleiðis, en minna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,88 prósent eftir daginn og stendur vísitalan í 6.466 stigum sem merkir að hún hefur einungis hækkað um 0,87 prósent á árinu öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×