Fyrsta mark Eiðs Smára í deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 22:47 Eiður Smári smellir kossi á Ronaldinho sem sat á varamannabekk Barcelona í kvöld Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira