Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan komin í mínus

Erlendur verðbréfamiðlari í mínus. Hlutabréfavísitölur hafa lækkað hratt frá miðju sumri. Þar á meðal er Úrvalsvísitalan en hún hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun desember á síðasta ári.
Erlendur verðbréfamiðlari í mínus. Hlutabréfavísitölur hafa lækkað hratt frá miðju sumri. Þar á meðal er Úrvalsvísitalan en hún hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun desember á síðasta ári. Mynd/AFP

Fjöldi félaga í Kauphöllinni féll um allt að tæplega sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum og þarlenda bankanum Eik. Þetta er á svipuðum nótum og fall á gengi bréfa í Exista, en gengi félagsins fór í 21,3 krónur á hlut.

Lækkunin nú er svipuð og í öðrum kauphöllum á Norðurlöndunum.

Einungis gengi bréfa í Föroya banka og 365 hækkaði. Mesta hækkunin sást á bréfum Föroya banka, sem fór upp um 1,12 prósent. Gengi bankans er engu að síður níu krónum undir útboðsgenginu í sumar.

Úrvalsvísitalan féll um heil 2,32 prósent og stendur vísitalan í 6.316 stigum. Þetta merkir að öll hækkun hennar er horfin á árinu og gott betur en breytingin er neikvæð um 1,47 prósent. Vísitalan hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun desember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×