Lyf og heilsa styður Ellu Dís Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 17. desember 2007 18:55 Inga Lára Hauksdóttir, Kristín Ösp Sigurðardóttir og Selma Guðbrandsdóttir afhentu Rögnu, Ellu Dís og Jasmín fjárhæðina í dag. MYND/Anton Brink Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. Stúlkan sem er tæplega tveggja ára þjáist af hrörnunarsjúkdómi sem veldur lömun. Starfsfólk fyrirtækisins í Kringlunni var svo snortið af sögu Ellu Dísar að það ákváð að setja af stað söfnun meðal allra starfsmanna. Myndskeið um Ellu Dís birtist á Vísi fyrri hluta mánaðarins og má sjá hér. Þær Selma Guðbrandsdóttir förðunarfræðingur og Kristín Ösp Sigurðardóttir starfsmaður í Kringlunni hrintu söfnuninni af stað. "Við sátum hér tvær og grétum yfir því hvað hún er ofboðslega veik litla stelpan," segir Kristín Ösp og bætir við að þá hafi hugmyndin kviknað. "Við hvetjum önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama fyrir hinar fjölskyldurnar svo allir fái eitthvað." "Tæplega 50 þúsund krónur söfnuðust meðal starfsfólksins og fyrirtækinu fannst þetta svo frábært framtak að við settum sömu upphæð á móti," segir Inga Lára Hauksdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar.Leyfði sér að kaupa jólatré"Mig langar að koma á framfæri gífurlegu þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt okkur," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar. Hún bætir við að það sé mikill léttir að þurfa ekki að vera "í botni" á yfirdrættinum, en hluta peninganna geymir hún á bankabók fyrir komandi mánuði."Það komu sem dæmi hingað hjón sem gáfu mér 10 þúsund krónur fyrir hvert heilbrigt barn sem þau eiga og 10 þúsund fyrir sig og afhentu mér heilar 40 þúsund krónur. Þau langaði til að styrkja okkur af því þau voru aflögufær."Kaupþing í Austurstræti gaf systrunum svo leikföngum og jólapakka. "Þær voru svo ánægðar og Ella Dís ljómaði," segir Ragna."Það er svo gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki keypt föt á stelpurnar og ég leyfði mér að kaupa jólatré og jólaskraut. Þetta léttir svo mikið á mér."Aðgerð í janúarLæknar hafa nú tekið ákvörðun um að Ella Dís fari í aðgerð í janúar. Þá verður gert op á magann til að auðvelda fæðugjöf. Í sömu aðgerð verður einnig saumað fyrir hluta magans til að koma í veg fyrir bakflæði. Aðgerðin er áhættusöm fyrir Ellu Dís að sögn Rögnu; "en læknarnir vilja gera þetta strax áður en henni versnar." Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. Stúlkan sem er tæplega tveggja ára þjáist af hrörnunarsjúkdómi sem veldur lömun. Starfsfólk fyrirtækisins í Kringlunni var svo snortið af sögu Ellu Dísar að það ákváð að setja af stað söfnun meðal allra starfsmanna. Myndskeið um Ellu Dís birtist á Vísi fyrri hluta mánaðarins og má sjá hér. Þær Selma Guðbrandsdóttir förðunarfræðingur og Kristín Ösp Sigurðardóttir starfsmaður í Kringlunni hrintu söfnuninni af stað. "Við sátum hér tvær og grétum yfir því hvað hún er ofboðslega veik litla stelpan," segir Kristín Ösp og bætir við að þá hafi hugmyndin kviknað. "Við hvetjum önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama fyrir hinar fjölskyldurnar svo allir fái eitthvað." "Tæplega 50 þúsund krónur söfnuðust meðal starfsfólksins og fyrirtækinu fannst þetta svo frábært framtak að við settum sömu upphæð á móti," segir Inga Lára Hauksdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar.Leyfði sér að kaupa jólatré"Mig langar að koma á framfæri gífurlegu þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt okkur," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar. Hún bætir við að það sé mikill léttir að þurfa ekki að vera "í botni" á yfirdrættinum, en hluta peninganna geymir hún á bankabók fyrir komandi mánuði."Það komu sem dæmi hingað hjón sem gáfu mér 10 þúsund krónur fyrir hvert heilbrigt barn sem þau eiga og 10 þúsund fyrir sig og afhentu mér heilar 40 þúsund krónur. Þau langaði til að styrkja okkur af því þau voru aflögufær."Kaupþing í Austurstræti gaf systrunum svo leikföngum og jólapakka. "Þær voru svo ánægðar og Ella Dís ljómaði," segir Ragna."Það er svo gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki keypt föt á stelpurnar og ég leyfði mér að kaupa jólatré og jólaskraut. Þetta léttir svo mikið á mér."Aðgerð í janúarLæknar hafa nú tekið ákvörðun um að Ella Dís fari í aðgerð í janúar. Þá verður gert op á magann til að auðvelda fæðugjöf. Í sömu aðgerð verður einnig saumað fyrir hluta magans til að koma í veg fyrir bakflæði. Aðgerðin er áhættusöm fyrir Ellu Dís að sögn Rögnu; "en læknarnir vilja gera þetta strax áður en henni versnar."
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira