Múm býður á tónleika 18. desember 2007 13:46 Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira