Sport

Samaranch fluttur á sjúkrahús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Antonio Samaranch heldur hér ræðu í Kína í sumar.
Juan Antonio Samaranch heldur hér ræðu í Kína í sumar. Nordic Photos / AFP

Fyrrum forseti Alþjóða ólympíusambandsins, Juan Antonio Samaranch, var í dag fluttur á sjúkrahús með hjartaveilu.

Spænska ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag og hafði eftir formanna spænska Ólympíusambandsins að Samaranch hafi liðið illa á ráðstefnu sem var haldin í Madríd í dag.

„Þetta er ekkert alvarlegt," sagði Alejandro Blanco. „Við vorum hræddir um hann á tímabili en ástandið er nú stöðugt."

Samaranch er 87 ára gamall og var forseti Alþjóða ólympíusambandsins í 21 ár, frá 1980 til 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×