Viðskipti innlent

Græn jól í Kauphöllinni?

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um rúm átta prósent í einum viðskiptum í dag.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um rúm átta prósent í einum viðskiptum í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.

Bréf Sláturfélagsins eru skráð á First North-markað Kauphallarinnar. 

Nokkur munur er á hækkun bréfa í Kauphöllinni. Þannig hefur gengi bréfa í þremur stærstu viðskiptabönkunum og Straumi hækkað á meðan gengi SPRON og Existu hefur lækkað mest. Gengi bréfa í báðum félögum féll um rúm sex prósent í gær.

Þetta er næstsíðasti viðskiptadagurinn í Kauphöllinni fyrir jól og hefur Úrvalsvísitalan lækkað hvern einasta dag í heila viku. Hún hefur hins vegar hækkað um 0,70 prósent það sem af er dags og stendur í 6.258 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×