Innlent

Starfsfólk hjá Ormsson safnaði fyrir Einstök börn

Guðlaugur Ottesen starfsmaður hjá Bræðrunum Ormsson afhendir Hólmfriði Þórisdóttur styrkinn í morgun
Guðlaugur Ottesen starfsmaður hjá Bræðrunum Ormsson afhendir Hólmfriði Þórisdóttur styrkinn í morgun

Starfsfólkið hjá Bræðrunum Ormsson hefur afhent Einstökum börnum 65.000 kr. að gjöf. Þessu fé safnaði starfsfólkið saman á vinnustaðnum og afhenti framkvæmdastjóra Einstakra barna í morgun.

Hólmfríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri Einstakra barna segir í samtali við Vísi að þau séu mjög ánægð með framtakið hjá starfsfólki Ormsson. "Fégafir af þessu tagi hjálpa okkur mikið og styrkja rekstur okkar," segir Hólmfríður.

Fram kemur í máli Hólmfríðar að það hafi verið umfjöllun á Vísi um Einstök börn sem varð þess valdandi að starfsfólkið ákvað að efna til þessarar söfnunnar. "Við erum alltaf glöð þegar fólk vill leggja starfsemi okkar lið," segir Hólmfríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×