Erlent

50 dagar frá hvarfi Madeleine

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja.

Fjöldi manns var samankominn á þaki Brimborgar til að sleppa fimmtíu blöðrum í tilefni leitarinnar af stúlkunni. Það var klukkan tíu í morgun, eins og í 50 öðrum löndum á sama tíma.

Foreldrar Madeleine slepptu einnig 50 blöðrum hvort á strönd í bænum í Portúgal þaðan sem stúlkunni var rænt. Við hverja blöðru var fest símanúmer vegna leitarinnar á stúlkunni sem hvarf 3. maí síðastliðinn.

Í Madrid söfnuðust velunnarar stúlkunnar saman og minntust einnig annarra barna sem er saknað.

Þá slepptu nemendur Holyrood skólans í Glasgow einnig blöðrum, en Gerry faðir Madeleine var nemandi við skólann. Verðlaunafé hefur verið heitið þeim sem kann að leiða til þess að stúlkan finnist.

Foreldrar Maddiear opnuðu vefsíðuna findmadeleine.com og fjöldi fólks hefur lagt þeim lið og styrkt þau fjárhagslega. Kate McCann segir að hvorugt þeirra geti hugsað um vinnuna um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×