Þolakstursmótið á Klaustri komið aftur á dagatalið!

Mikil umræða hefur átt sér stað um hvort þolakstursmótið á Klaustri muni fara fram í ár. Ljóst er að Kjartan Kjartansson, frumkvöðull mótsins, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá mótshaldi. Nú hefur Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK staðfest að búið er að semja við landeigendur á Klaustri og undirbúningur mótsins að komast aftur á fullt skrið. Það er því ljóst að Klaustur 2007 verður að veruleika.