Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 5,5% verðbólgu í mars

Kaupþing.
Kaupþing. Mynd/Stefán

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð lækki um 0,7 prósentustig í næsta mánuði. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5 prósent miðað við 7,4 prósent í febrúar. Deildin segir lækkun matarskatts hafa veruleg áhrif á verðbólgumælinguna en að hækkun á verði fasteigna, fatnaði og skóm muni vega á móti.

Greiningardeildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að gert sé ráð fyrir að lækkun matarskatts muni skila sér í lækkun verðs á matvælum í matvörubúðum í mánuðinum sem og hafa veruleg áhrif á verðskrá hótel og veitingastaða.

Þá spáir deildin því ennfremur að áfram dragi hratt úr tólf mánaða verðbólgu á næstu mánuðum. Verði hún á bilinu 3 til 4 prósent í maí og líklega komin að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands í júní. Helsti óvissuþátturinn er hins vegar þróun fasteignaverðs, að mati greiningardeildar Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×