Erlent

Græna línan rifin

Kýpurbúar fylgjast með jarðýtu fjarlægja hluta úr veggnum við varðhlið Sameinuðu þjóðanna snemma í morgun.
Kýpurbúar fylgjast með jarðýtu fjarlægja hluta úr veggnum við varðhlið Sameinuðu þjóðanna snemma í morgun. MYND/AP

Kýpurgrikkir byrjuðu snemma í morgun að brjóta niður hluta Grænu línunnar, veggs sem skiptir höfuðborginni Nicosia milli tyrkneska og gríska hlutans. Græna línan var sett upp árið 1974 þegar tyrkneskar hersveitir hernámu norðurhluta eyjarinnar.

Talið er að niðurrifið sé hluti af deilu um aðgangshlið sem hófst með eyðileggingu brúar. Hóp fólks dreif að til að fylgjast með niðurrifinu og var aðalgötu bæjarins, Ledra stræti í verslunarhverfinu, lokað til að koma þungavinnuvélum á staðinn.

Mikill erill var gjarnan á Ledra stræti vegna verslunar, en í meira en fjörtíu ár hefur gatan verið lokuð af veggnum og yfirlitspalli yfir hlutlausa svæðið sem aðskilur norður og suður.

Græna línan er vafin gaddavír og er um einn kílómeter að lengd. Herlið Sameinuðu þjóðanna annast löggæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×