Fótbolti

Ensk rimma í úrslitaleik Meistaradeildar?

Ludovic Giuly, leikmaður Barcelona, afhendir landa sínum Michel Platini, forseta UEFA, Meistaradeildarbikarinn í Aþenu í dag en Barcelona mun ekki verja titil sinn þar sem liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum gegn Liverpool.
Ludovic Giuly, leikmaður Barcelona, afhendir landa sínum Michel Platini, forseta UEFA, Meistaradeildarbikarinn í Aþenu í dag en Barcelona mun ekki verja titil sinn þar sem liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum gegn Liverpool. MYND/AP

Hugsanlegt er að ensk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þau voru ekki dregin saman í átta liða úrslitum í dag.

Eins og greint hefur verið frá mætir Liverpool PSV Eindhoven frá Hollandi og mætir sigurvegarinn úr þeirri rimmu annaðhvort Chelsea eða Valencia frá Spáni í undanúrslitum. Það gæti því farið svo að tvö ensk lið mættust í undanúrslitum.

Í átta liða úrslitum mætast einnig Manchester United og Roma en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annaðhvort Milan eða Bayern München í undanúrslitum. Það gæti því farið svo að annaðhvort Liverpool eða Chelsea mætti Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer í Aþenu 23. maí næskomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×